Eftirfylgni: Samningamál SÁÁ

11.03.2016

Ríkisendurskoðun ítrekar eina af þremur ábendingum sínum úr skýrslunni Samningamál SÁÁ (október 2013). Stofnunin hvetur Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann (SÁÁ) til að bjóða sem fyrst út mötuneytisþjónustu á Sjúkrahúsinu Vogi og meðferðarheimilinu Vík. Að lágmarki ber samtökunum að auglýsa þjónustukaup sín vegna mötuneytisins opinberlega og gefa þar með öllum til þess bærum aðilum kost á að keppa um þjónustuna.

Í þessu sambandi minnir Ríkisendurskoðun á að SÁÁ falla undir lög nr. 84/2007 um opinber innkaup þar sem samtökin eru fjármögnuð að langstærstum hluta af ríki og sveitarfélögum (um 77% árið 2014). Að mati stofnunarinnar er ótækt að þau fylgi ekki þeim lögum og reglum sem um þau gilda. Ríkiskaup aðstoða opinbera aðila við að bjóða út innkaup og eru SÁÁ hvött til að leita aðstoðar þeirrar stofnunar við útboð samninga sem ríkið fjármagnar.

Eftirfylgni: Samningamál SÁÁ (pdf)

Mynd með færslu