Eftirfylgni: Reiknilíkan heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni

04.03.2016

Ríkisendurskoðun telur ekki þörf á að ítreka þær þrjár ábendingar sem stofnunin setti fram í skýrslu sinni Reiknilíkan heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni (ágúst 2013). Velferðarráðuneyti vinnur að þróun nýrra fjármögnunarlíkana fyrir heilbrigðisþjónustu sem taka mið af því að rekstrarfjármagn stofnana endurspegli þann sjúklingahóp sem þær þjóna. Um leið munu rekstraraðilar stofnana fá rafrænt upplýsingar um útreikninga sem hafa áhrif á fjárheimildir þeirra.

Ríkisendurskoðun hvetur velferðarráðuneyti engu að síður til að leita leiða til að bregðast sem fyrst við miklum neikvæðum höfuðstól fimm heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni.

Eftirfylgni: Reiknilíkan heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni (pdf)

Mynd með færslu