Eftirfylgni: Fjárhags- og mannauðskerfi ríkisins (Orri) - Uppfærsla 2010

18.02.2016

Ríkisendurskoðun telur að Fjársýsla ríkisins hafi tekið tillit til ábendingar stofnunarinnar árið 2013 um að nýta þyrfti reynslu af uppfærslu fjárhags- og mannauðskerfis ríkisins (Orra) árið 2010 við næstu uppfærslu kerfisins. Ekki sé því þörf á að ítreka hana.

Ríkisendurskoðun mun samt fylgjast með því hvernig staðið verður að væntanlegum útboðum á nýjum verk- og kerfisþáttum Orra. Einnig mun stofnunin huga að því hvort þær breytingar sem verða gerðar á kerfinu uppfylli ákvæði laga nr. 123/2015 um opinber fjármál sem lúta m.a. að nýrri framsetningu ríkisfjármála og kröfum um samstæðuuppgjör.

Eftirfylgni: Fjárhags- og mannauðskerfi ríkisins (Orri) - Uppfærsla 2010 (pdf)

Mynd með færslu