Fjárveitingar til fullorðinsfræðslu fatlaðs fólks

15.01.2016

Ríkissjóður veitir í fjárlögum hvers árs nokkru fé til fullorðinsfræðslu fatlaðs fólks af fjárlagalið 02-441. Áætlað framlag árið 2016 er 243,3 m.kr. Fjárveitingin rennur óskipt til Fjölmenntar, símenntunar- og þekkingarmiðstöðvar ses. samkvæmt þjónustusamningi hennar við mennta- og menningarmálaráðuneyti frá 4. desember 2015.

Að forkönnun lokinni telur Ríkisendurskoðun ekki tilefni til að aðhafast frekar að sinni. Að mati stofnunarinnar hefur Fjölmennt í meginatriðum unnið í samræmi við þjónustusamninga sína við mennta- og menningarmálaráðuneyti. 

Fjárveitingar til fullorðinsfræðslu fatlaðs fólks (pdf)

Mynd með færslu