Eftirfylgni: Fjármálastjórn Landbúnaðarháskóla Íslands

07.10.2015

Í skýrslunni Fjármálastjórn Landbúnaðarháskóla Íslands (mars 2012) kom fram að samkvæmt bráðabirgðauppgjöri skólans fyrir árið 2011 næmi uppsafnaður halli 307 m.kr. og skuld við ríkissjóð um 694 m.kr. Fjárhagsstaða skólans væri því alvarleg og mikilvægt að yfirvöld menntamála gripu til róttækra aðgerða til að stöðva hallarekstur og skuldasöfnun hans við ríkissjóð. Ákvarðanir stjórnenda Landbúnaðarháskóla Íslands hefðu teflt hagsmunum ríkisins í tvísýnu, staða hans væri óljós til framtíðar litið og bókhaldi viðskiptakrafna ábótavant.

Ríkisendurskoðun setti fram sex ábendingar um nauðsynlegar úrbætur til mennta- og menningarmálaráðuneytis og tvær til skólans.

Eftirfylgni: Fjármálastjórn Landbúnaðarháskóla Íslands (pdf)

Mynd með færslu