Landsnet hf. Hlutverk, eignarhald og áætlanir

30.09.2015

Ríkisendurskoðun tilkynnti þá ákvörðun sína að hefja stjórnsýsluendurskoðun á rekstri, starfsemi og þjónustu Landsnets hf. 29. maí 2015. Tilefni þessa voru umræður á opinberum vettvangi um hvort fyrirtækið uppfyllti skyldur sínar og þær breytingar sem fyrirhugaðar voru á starfsskilyrðum þess bæði með breytingum á raforkulögum og með nýrri stefnu stjórnvalda um lagningu raflína í jörð.

Markmið úttektarinnar var að kanna hvort Landsnet sinnti hlutverki sínu samkvæmt raforkulögum á hagkvæman, skilvirkan og markvissan hátt og hvort einhverjir veigamiklir annmarkar væru á starfsemi þess og þjónustu.

Landsnet hf. Hlutverk, eignarhald og áætlanir (pdf)

Mynd með færslu