Eftirfylgni: Dvalarheimili aldraðra. Rekstur og starfsemi 2006-2011

07.09.2015

Í þessari úttekt fylgir Ríkisendurskoðun eftir skýrslunni Dvalarheimili aldraðra. Rekstur og starfsemi 2006‒11 (nóvember 2012). Sú úttekt byggði annars vegar á upplýsingum um framboð og aðgengi að dvalarrýmum öldrunarstofnana almennt á tímabilinu 2006‒11. Hins vegar var hugað sérstaklega að 22 öldrunarheimilum með dvalarrými sem skiluðu velferðarráðuneyti rekstraryfirlitum fyrir árin 2008 og 2011 og svöruðu einnig spurningalistum Ríkisendurskoðunar vegna úttektarinnar.

Leitast er við að meta hvort og þá með hvaða hætti velferðarráðuneyti hefur brugðist við þeim ábendingum sem beint var til þess.

Eftirfylgni: Dvalarheimili aldraðra. Rekstur og starfsemi 2006-2011 (pdf)

Mynd með færslu