Framkvæmd fjárlaga árið 2014

25.06.2015

Greiðsluafkoma ríkissjóðs á tímabilinu janúar‒desember 2014 var jákvæð um 36,3 ma.kr. Í fjárlögum ársins var aftur á móti gert ráð fyrir að hún yrði neikvæð um 11,7 ma.kr.

Innheimtar tekjur voru áætlaðar 592,7 ma.kr. í fjárlögum en þær urðu í reynd 73,1 ma.kr. hærri. Skýrist það bæði af meiri skatttekjum og rekstrartekjum en áætlað hafði verið.

Greidd gjöld á árinu voru áætluð 604,4 ma.kr. í fjárlögum en urðu í reynd 25,1 ma.kr. hærri skv. greiðsluuppgjöri ársins. Breytingar urðu á útgjöldum einstakra fjárlagaliða ýmist til hækkunar eða lækkunar, en stærsta einstaka breytingin er vegna hærra framlags til niðurfærslu á húsnæðisskuldum en gert var ráð fyrir í fjárlögum. Framlagið var að stærstum hluta ógreitt í árslok 2014.

Framkvæmd fjárlaga árið 2014 (pdf)

Mynd með færslu