Þjóðgarðurinn á Þingvöllum - endurskoðunarskýrsla 2019

24.09.2020

Ríkisendurskoðun hefur lokið endurskoðun ársreiknings Þjóðgarðsins á Þingvöllum fyrir árið 2019.

Ársreikningurinn er byggður á bókhaldi Þjóðgarðsins á Þingvöllum og öðrum upplýsingum stjórnenda. Ríkisendurskoðun vekur athygli á því að stjórnendur stofnunar eru ábyrgir fyrir gerð og framsetningu reikningsskila og jafnframt ábyrgir gagnvart notendum reikningsskilanna. Þetta felur meðal annars í sér að bókhald og fjárhagslegt eftirlit hafi verið innleitt og skjalfest. Endurskoðað var á grundvelli alþjóðlegra staðla um opinbera endurskoðun. Byggt er á skipulögðu ferli aðgerða og faglegu mati sem miðar að því að staðfesta fjárhæðir og aðrar upplýsingar í ársreikningnum. Endurskoðunin fól meðal annars í sér áhættugreiningu og áhættumat ásamt almennum greiningaraðferðum og úrtakskönnunum og athugunum á gögnum til að sannreyna fjárhæðir og aðrar upplýsingar sem fram koma í ársreikningnum.

Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var síðast endurskoðaður vegna ársins 2015.

Endurskoðunarskýrsla 2019 (pdf)

Mynd með færslu

Útdráttur skýrslu

  • Óska þarf eftir því við þjónustuaðila LSOne kassakerfis að bætt verði úr veikleika í kerfinu þannig að fjárstreymisskýrslur úr kerfinu sýni réttar niðurstöður í öllum tilvikum og summutölur séu réttar og í samræmi við skráningu í Orra. Einnig þarf að bæta skönnun fylgigagna.
  • Helstu verkferlar og innra eftirlit sem snýr að öflun og innheimtu tekna verði betur skjalfestir og ábyrgðasvið skilgreind.
  • Staðfesta þarf talningalista vegna birgðatalningar af starfsmanni sem ber ábyrgð á birgðahaldi auk þess að æskilegt væri að fjármálastjóri kæmi að birgðatalningu og staðfestingu á henni.