Samningar um æskulýðsrannsóknir

31.03.2015

Ríkisendurskoðun hefur undanfarin ár gert allmargar úttektir á samningum ríkisins við einkaaðila, samtök og sveitarfélög um tiltekin verkefni. Í október 2014 hóf stofnunin úttekt á samstarfssamningum menntamálaráðuneytis (nú mennta- og menningar-málaráðuneyti) og Rannsókna og greiningar ehf. um æskulýðsrannsóknir. Tilefnið var m.a. umræða í fjölmiðlum um hvort lögum um opinber innkaup hefði verið fylgt þegar þessir samningar voru gerðir og um meintar arðgreiðslur Rannsókna og greiningar ehf.

Samningar um æskulýðsrannsóknir (pdf)

Mynd með færslu