Samningar ráðuneyta og stofnana þeirra

21.01.2015

Til að öðlast bætta yfirsýn um samningamál ríkisins hóf Ríkisendurskoðun árið 2013 að skrá skipulega skuldbindandi samninga ríkisaðila samkvæmt frumvarpi til fjárlaga vegna áranna 2012-15. Einnig voru skráðir rekstrar-, þjónustu-, samstarfs- og styrktar-samningar ráðuneyta og ríkisstofnana við aðila utan ríkisins um verkefni, þjónustu eða rekstur til eins árs eða lengri tíma þar sem kostnaður vegna samnings nam 3 m.kr. eða meira á ársgrundvelli. Þessi vinna leiddi til þess að í árslok 2014 voru í málakerfi stofnunarinnar afrit um 500 virkra samninga, þ.e. sem starfað var eftir árið 2014, ásamt miklu safni gagna og upplýsinga.

Samningar ráðuneyta og stofnana þeirra (pdf)

Mynd með færslu