Yfirlit um ársreikninga sókna vegna ársins 2014

30.11.2015

Ríkisendurskoðun hefur haft eftirlit með ársreikningum sókna frá og með árinu 1997. Eftirlit stofnunarinnar felst fyrst og fremst í því að kanna hvort þeir séu tölulega réttir. Auk þessa eru ársreikningar sókna skráðir í gagnagrunn til að auðvelda eftirlit með skilum og aðra athugun á þeim.

Samræmt reikningsform fyrir sóknir var samþykkt af Kirkjuráði á árinu 2004 og hefur það verið í gildi síðan.

Í árslok 2014 voru 273 sóknir starfandi. Í byrjun október 2015 höfðu Ríkisendurskoðun borist ársreikningar frá 221 sókn vegna ársins 2014. Ársreikningum 52 sókna hafði ekki verið skilað.

Yfirlit um ársreikninga sókna vegna ársins 2014 (pdf)

Mynd með færslu