Endurskoðun ríkisreiknings 2013

08.12.2014

Á árinu 2013 námu útgjöld ríkissjóðs 592,2 ma.kr. en tekjur námu 591,4 ma.kr. Tekjuhalli ríkissjóðs nam því 0,7 ma.kr. en fjárlög og fjáraukalög gerðu ráð fyrir að hann yrði 19,7 ma.kr. Bókfærðar eignir ríkissjóðs námu 1.063,9 ma. kr. í árslok 2013 og lækkuðu um 49,3 ma.kr. milli ára. Heildarskuldir ríkissjóðs námu 1.933,1 ma.kr. í árslok og lækkuðu um 19,2 ma.kr. milli ára. Hins vegar jukust lífeyrisskuldbindingar um 19,3 ma.kr. Eigið fé í árslok 2013 var neikvætt um 869,2 ma.kr. samanborið við 839,2 ma.kr. neikvæða stöðu í árslok 2012.

Endurskoðun ríkisreiknings 2013 (pdf)

Mynd með færslu