Eftirfylgni: Innheimta opinberra gjalda

17.09.2014

Í þessari eftirfylgniúttekt var fylgt eftir ábendingum sem fram komu í skýrslu Ríkisend-urskoðunar Innheimta opinberra gjalda (mars 2011). Við mat á því hvort ábendingar Ríkisendurskoðunar hefðu leitt til æskilegra umbóta var aflað upplýsinga og gagna frá fjármála- og efnahagsráðuneyti, Fjársýslu ríkisins og Tollstjóra. Framangreindir aðilar fengu drög að skýrslunni til umsagnar, auk þess sem sérstaklega var óskað eftir viðbrögðum ráðuneytisins við þeim ábendingum sem til þess er beint í skýrslunni.

Eftirfylgni: Innheimta opinberra gjalda (pdf)

Mynd með færslu