Eftirfylgni: Framkvæmd og utanumhald rammasamninga

28.05.2014

Í skýrslunni Framkvæmd og utanumhald rammasamninga (október 2011) gerði Ríkisendurskoðun grein fyrir niðurstöðum úttektar sinnar á því hvernig stjórnvöld halda utan um upplýsingar um kaup stofnana og fyrirtækja ríkisins á vörum, verkum og þjónustu samkvæmt rammasamningum Ríkiskaupa.

Ríkisendurskoðun fagnar því starfi sem fram fer innan fjármála- og efnahagsráðuneytis til að leysa þann vanda sem stofnunin vakti athygli á í skýrslu sinni árið 2011. Að mati Ríkisendurskoðunar gengur vinnan þó fullhægt og enn liggur úrlausn mála ekki fyrir. Stofnunin telur því rétt að ítreka ábendingar sínar frá árinu 2011 í óbreyttri mynd

Eftirfylgni: Framkvæmd og utanumhald rammasamninga (pdf)

Mynd með færslu