Eftirfylgni: Útvistun opinberra verkefna til Bændasamtaka Íslands

28.03.2014

Í september 2010 birti Ríkisendurskoðun skýrsluna Framkvæmd búvörusamninga þar sem leitast var við að meta hvernig ríkið hefði staðið að þeim fjárhagslegu skuldbindingum sem búvörusamningar fela í sér. Í kjölfar þessa ákvað Ríkisendurskoðun að kanna nánar verkefni sem stjórnvöld höfðu útvistað til Bændasamtaka Íslands, sér í lagi á grundvelli búvörusamninga og búnaðarlagasamnings, og gaf í mars 2011 út skýrsluna Útvistun opinberra verkefna til Bændasamtaka Íslands. Þar var fjórum ábendingum beint til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis (nú atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti) og einni til Matvælastofnunar og er þeim fylgt eftir í þessari skýrslu.

Eftirfylgni: Útvistun opinberra verkefna til Bændasamtaka Íslands (pdf)

Mynd með færslu