Skýrsla um ítrekaða eftirfylgni: Samgönguframkvæmdir

20.03.2014

Í skýrslunni Samgönguframkvæmdir, stjórnsýsluúttekt (júní 2008) beindi Ríkisendurskoðun átta ábendingum til samgönguráðuneytis (nú innanríkisráðuneyti) og Vegagerðarinnar.

Þremur árum síðar, árið 2011, fylgdi Ríkisendurskoðun skýrslunni eftir og þá höfðu fimm ábendingar að mestu eða öllu leyti komið til framkvæmda. Þrjár ábendingar, ein til innanríkisráðuneytis og tvær til Vegagerðarinnar, voru hins vegar ítrekaðar og er þeim fylgt eftir í þessari skýrslu.

Skýrsla um ítrekaða eftirfylgni: Samgönguframkvæmdir (pdf)

Mynd með færslu