Framkvæmd fjárlaga janúar-júní 2013

01.11.2013

Á fyrstu sex mánuðum ársins 2013 var ríkissjóður rekinn með 16,7 ma.kr. greiðsluhalla en til samanburðar gera fjárlög ársins ráð fyrir að greiðsluhallinn verði 21 ma.kr. á árinu öllu. Greiðsluhalli tímabilsins sem hlutfall af tekjum var 6,4% en er áætlaður 3,8% fyrir allt árið skv. fjárlögum. Greiðsluhalli ríkissjóðs það sem af er árinu er nánast sá sami og á sama tíma í fyrra.

Bæði innheimtar tekjur og greidd gjöld voru hærri en á sama tímabili í fyrra, tekjurnar 3,3% hærri og gjöldin 3,1% hærri. Áætlað var að innheimtar tekjur yrðu 259,8 ma.kr. á fyrri hluta ársins en þær voru í reynd 260,2 ma.kr. eða 0,4 ma.kr. hærri. Greidd gjöld ríkissjóðs á fyrri hluta ársins voru áætluð 285,6 ma.kr. en þau voru 277,9 ma.kr. eða tæpum 7,8 ma.kr. lægri.

Framkvæmd fjárlaga janúar-júní 2013 (pdf)

Mynd með færslu