Samningamál SÁÁ

24.10.2013

Í janúar 2013 kannaði Ríkisendurskoðun tildrög samnings sem Samtök áhugamanna um áfengisvandamálið (SÁÁ) gerðu við Bragðgott ehf. um mötuneytisþjónustu á sjúkrahúsinu Vogi og á meðferðarheimilinu Vík. Samningurinn var gerður árið 2012 án útboðs og braut það að mati Ríkisendurskoðunar í bága við lög nr. 84/2007 um opinber innkaup.

Þar sem SÁÁ hugðist bjóða þjónustuna út á árinu 2013 ákvað stofnunin þó að gera ekki athugasemd vegna þessa að svo stöddu. Í október 2013 hefur útboð hins vegar enn ekki verið auglýst og því hefur Ríkisendurskoðun ákveðið að fylgja málinu eftir.

Samningamál SÁÁ (pdf)

Mynd með færslu