Eftirfylgni: Ábending um kaup á tækniþjónustu vegna Norðurlandaráðsþings (2010)

08.05.2013

Á árunum 2009 og 2010 vann Ríkisendurskoðun nokkrar úttektir á kaupum ríkisins og stofnana þess á vörum og þjónustu. Úttektirnar voru liður í samtímaeftirliti stofnunarinnar og miðuðu að því að efla aðhald með rekstri ráðuneyta, stofnana og fyrirtækja ríkisins. Meðal þessara úttekta Ríkisendurskoðunar var athugun á kaupum Alþingis á tækniþjónustu vegna Norðurlandaráðsþings sem haldið var hér á landi haustið 2010. Niðurstöðurnar voru birtar í Ábendingu um kaup á tækniþjónustu
vegna Norðurlandaráðsþings (október 2010). Hér er gerð grein fyrir eftirfylgniathugun Ríkisendurskoðunar vegna þessa.

Eftirfylgni: Ábending um kaup á tækniþjónustu vegna Norðurlandaráðsþings (2010) (pdf)

Mynd með færslu