Eftirlit með skuldum og fjármagnskostnaði ríkisstofnana

09.11.2012

Ríkisendurskoðun ákvað í byrjun árs 2012 að gera úttekt á eftirliti stjórnvalda með skuldum og fjármagnskostnaði ríkisstofnana í A-hluta ríkissjóðs á tímabilinu 2007-2011. Markmið úttektarinnar var að kanna hvort fjármála- og efnahagsráðuneyti hafi eftirlit með hvernig fagráðuneyti sinna eftirliti og eftirfylgd með stofnunum sem undir þau heyra og hvort ríkisstofnanir fylgi lögum og reglum um fjárreiður ríkisins. Ríkisendurskoðun kannaði einnig eftirlit Fjársýslu ríkisins með því hvort stofnanir fylgi þeim bókhaldsreglum sem hún setur.

Eftirlit með skuldum og fjármagnskostnaði ríkisstofnana (pdf)

Mynd með færslu