Eftirfylgni: Íslensk muna- og minjasöfn (2009)

19.06.2012

Í þessari eftirfylgniúttekt er leitast við að meta hvort ábendingar Ríkisendurskoðunar í úttektinni Íslensk muna- og minjasöfn. Meðferð og nýting á ríkisfé (maí 2009) hafi leitt til æskilegra umbóta. Sú úttekt náði einkum til þátta sem varða umfang íslenskrar safnastarfsemi og stjórnun safnamála. Bóka- og skjalasöfn voru þar undanskilin. Einnig var kannað hvernig staðið væri að fjárveitingum ríkisins til safnamála og eftirliti með nýtingu þeirra.

Eftirfylgni: Íslensk muna- og minjasöfn (2009) (pdf)

Mynd með færslu