Rekstur og starfsemi hjúkrunarheimila 2008–2010

28.02.2012

Þann 9. nóvember 2011 óskaði forsætisnefnd Alþingis eftir því að Ríkisendurskoðun kannaði rekstrarumhverfi hjúkrunarheimila í framhaldi af erindi Jóns Gunnarssonar, alþingismanns, þessa efnis til nefndarinnar. Þar var m.a. bent á að framlög til hjúkrunarheimila hefðu verið skorin mikið niður síðustu ár og hefði það komið niður á mikilvægri þjónustu þeirra. Eldra fólk kæmi nú veikara en áður inn á heimilin vegna aukinnar heimaþjónustu. Þetta hefði haft í för með sér aukið álag á starfsemi heimilanna og starfsmenn þess.

Rekstur og starfsemi hjúkrunarheimila 2008–2010 (pdf)

Mynd með færslu