Náttúruminjasafn Íslands

26.01.2012

Hinn 12. september 2011 tilkynnti Ríkisendurskoðun Náttúruminjasafni Íslands og mennta- og menningarmálaráðuneyti að stofnunin hefði ákveðið að gera forkönnun á málefnum safnsins. Hinn 20. október var síðan tilkynnt um aðalúttekt. Meginmarkmið hennar var að kanna tilurð og framkvæmd laga um safnið, skoða hvernig staðið var að stofnun þess og hvernig starfseminni hefði miðað. Sérstaklega var hugað að markmiðum safnsins og árangri.

Náttúruminjasafn Íslands (pdf)

Mynd með færslu