Yfirlit um ársreikninga sókna vegna ársins 2009

20.11.2010

Ríkisendurskoðun hefur haft lögboðið eftirlit með ársreikningum sókna frá og með árinu 1997. Eftirlit stofnunarinnar felst annars vegar í að innkalla reikninga og hins vegar í því að kanna hvort þeir séu tölulega réttir. Auk þessa eru ársreikningar sókna skráðir í gagnagrunn til að auðvelda eftirlit með skilum og aðra athugun á þeim.

Samræmt reikningsform fyrir sóknir var samþykkt af Kirkjuráði á árinu 2004 og hefur það verið í gildi síðan. 

Í árslok 2009 voru 273 sóknir starfandi. Í byrjun nóvember 2010 höfðu Ríkisendurskoðun borist ársreikningar frá 256 sóknum vegna ársins 2009, þar af voru 5 svo ófullkomnir að ekki var hægt að skrá þá í gagnagrunninn að svo stöddu. Ársreikningum 17 sókna hafði ekki verið skilað. Enn og aftur skal ítrekað að fyrirmæli um skil á ársreikningum eru lögbundin og ber sóknum að skila reikningunum fyrir 1. júní ár hvert. 

Yfirlit um ársreikninga sókna vegna ársins 2009 (pdf)

Mynd með færslu