Ábending frá Ríkisendurskoðun: Ítrekun. Endurskoða þarf löggjöf um verkefni Umhverfisstofnunar

19.08.2011

Umhverfisstofnun heyrir undir umhverfisráðuneyti og tók til starfa í ársbyrjun 2003 með sameiningu fjögurra ríkisstofnana: Hollustuverndar ríkisins, Náttúruverndar ríkisins, embættis veiðistjóra og embættis hreindýraráðs. Markmið sameiningarinnar var að styrkja stjórnsýslu á sviði umhverfismála og gera hana skilvirkari, ná faglegum ávinningi, stuðla að hagkvæmni í rekstri og auðvelda stjórnvöldum að koma stefnu sinni fram.

Ábending frá Ríkisendurskoðun: Ítrekun. Endurskoða þarf löggjöf um verkefni Umhverfisstofnunar (pdf)

Mynd með færslu