Sameining í ríkisrekstri – 6. Embætti landlæknis

07.06.2011

Í þessari skýrslu er gerð grein fyrir undirbúningi að sameiningu Lýðheilsustöðvar og landlæknisembættis í eina stofnun, embætti landlæknis, sbr. lög nr. 28/2011 um breytingar á lögum nr. 41/2007 um landlækni, sem tóku gildi 1. maí 2011. Niðurstöðurnar byggja á svörum velferðarráðuneytis við spurningalista sem Ríkisendurskoðun sendi ráðuneytinu og embættinu 4. apríl 2011. Svör bárust 3. maí og eru þau birt í 3. kafla skýrslunnar. Við mat og ályktanir Ríkisendurskoðunar var einnig stuðst við ýmis önnur gögn vegna undirbúnings sameiningarinnar.

Sameining í ríkisrekstri – 6. Embætti landlæknis (pdf)

Mynd með færslu