Skýrsla um eftirfylgni: Þjóðleikhúsið (2008)

31.03.2011

Í skýrslunni Þjóðleikhúsið, stjórnsýsluúttekt (2008) beindi Ríkisendurskoðun alls sautján ábendingum til Þjóðleikhússins og menntamálaráðuneytis. Nú þremur árum síðar hafa samtals ellefu þeirra komið til framkvæmda og lýsir Ríkisendurskoðun ánægju sinni með það. Að auki hafa tvær ábendingar verið framkvæmdar að hluta til. Fjórar ábendingar hafa hins vegar ekki verið framkvæmdar. Ríkisendurskoðun ítrekar eftirfarandi sex ábendingar til mennta‐ og menningarmálaráðuneytis og Þjóðleikhússins. Ein þeirra er að hluta til ný vegna breyttra aðstæðna (tilkomu nýs tónlistarhúss í Reykjavík) og er henni nú beint til mennta‐ og menningarmálaráðuneytis en ekki Þjóðleikhússins.

Skýrsla um eftirfylgni: Þjóðleikhúsið (2008) (pdf)

Mynd með færslu