Viðskipti heilbrigðisyfirvalda við Heimilislæknastöðina ehf.

30.03.2011

Samningar við Heimilislæknastöðina ehf. Árið 1997 samdi Heilsugæslan í Reykjavík við Heimilislæknastöðina ehf. um rekstur Heilsugæslunnar Lágmúla. Heilbrigðis‐  og tryggingamálaráðuneyti tók síðan yfir ábyrgð á framkvæmd samningsins. Hann gilti til ársloka 2000 og hefur ekki verið endurnýjaður. Ríkisendurskoðun hefur allt frá árinu 2004 ítrekað bent á nauðsyn þess að það verði gert.

Ríkisendurskoðun telur að Heimilislæknastöðinni ehf. hafi borið að fylgja því samningsákvæði að leggja tiltekinn hluta afgangs af rekstri Heilsugæslunnar Lágmúla í varasjóð, varðveita hann og tilgreina sérstaklega í ársreikningi hennar.

Viðskipti heilbrigðisyfirvalda við Heimilislæknastöðina ehf. (pdf)

Mynd með færslu