Útvistun opinberra verkefna til Bændasamtaka Íslands

25.03.2011

Í september 2010 birti Ríkisendurskoðun skýrslu um framkvæmd samninga sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið hefur gert við Bændasamtök Íslands vegna framleiðslu búvara (búvörusamninga). Þar var komist að þeirri niðurstöðu að ráðuneytið þyrfti að herða eftirlit sitt með framkvæmd þessara samninga. Eftir útkomu skýrslunnar ákvað Ríkisendurskoðun að kanna nánar verkefni sem stjórnvöld útvista til Bændasamtaka Íslands, sér í lagi á grundvelli búvörusamninga og svokallaðs búnaðarlagasamnings. Ekki er um tæmandi úttekt á opinberum verkefnum Bændasamtaka Íslands að ræða.

Útvistun opinberra verkefna til Bændasamtaka Íslands (pdf)

Mynd með færslu