Skýrsla um eftirfylgni: Kostnaður, skilvirkni og gæði háskólakennslu (2007)

20.12.2010

Í þessari eftirfylgniúttekt er leitast við að meta hvort ábendingar Ríkisendurskoðunar í skýrsl‐ unni Kostnaður, skilvirkni og gæði háskólakennslu (2007) hafi leitt til æskilegra breytinga. Í skýrslunni var gerð tilraun til að bera saman nokkur atriðisem varða kennslu þriggja deilda fjög‐ urra íslenskra háskóla á árunum 2003–05. Tveir þeirra eru einkareknir, Háskólinn í Reykjavík og Háskólinn á Bifröst, en tveir í ríkiseigu, Háskóli Íslands og Háskólinn á Akureyri. Einnig var kennsla þessara skóla í viðskiptafræði borin saman við kennslu fjögurra sambærilegra erlendra skóla.

Skýrsla um eftirfylgni: Kostnaður, skilvirkni og gæði háskólakennslu (2007). Skýrsla til Alþingis (pdf)

Mynd með færslu