Endurskoðun ríkisreiknings 2009

06.12.2010

Í skýrslu þessari birtir Ríkisendurskoðun samantekt um fjárhagsendurskoðun hjá ríkinu fyrir árið 2009. Endurskoðað var í samræmi við lög um stofnunina og góða endurskoðunarvenju. Samkvæmt henni ber stofnuninni að fara eftir settum siðareglum og skipleggja og haga endurskoðuninni þannig að nægjanleg vissa fáist um að ríkisreikningur sé án verulegra annmarka. Afleiðingar bankahrunsins haustið 2008 settu mark sitt á fjárheimildir, reikningsfærslur og uppgjör ríkisins á árinu 2009. Fjármálastjórn ríkisins einkenndist annars vegar af niðurskurði ríkisútgjalda og hins vegar skattahækkunum. Samkomulag við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (AGS) hafði einnig sín áhrif sem og gjaldeyrishöft sem sett voru í framhaldi af falli bankanna. Þá má nefna að enn hefur ekki tekist að ljúka Icesave‐málinu sem vissulega hefur haft áhrif á möguleika hins opinbera og fyrirtækja til að afla sér lánsfjár erlendis.

Endurskoðun ríkisreiknings 2009 (pdf)

Mynd með færslu