Skýrsla um eftirfylgni: Ráðstafanir gegn innflutningi ólöglegra fíkniefna (2007)

25.11.2010

Í þessari skýrslu um eftirfylgni er leitast við að meta hvort ábendingar Ríkisendurskoðunar í úttektinni Ráðstafanir gegn innflutningi ólöglegra fíkniefna (2007) hafi leitt til æskilegra breytinga. Úttektin náði einkum til þeirrar starfsemi tollyfirvalda sem lýtur að fíkniefnaeftirliti og sambærilegri starfsemi lögreglu og Landhelgisgæslu ríkisins. Embætti Tollstjóra, Ríkislögreglustjóri, Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, fjármálaráðuneyti, efnahags‐ og viðskiptaráðuneyti, og samgöngu‐ og sveitarstjórnarráðuneyti fengu drög að þessari skýrslu til umsagnar.

Skýrsla um eftirfylgni: Ráðstafanir gegn innflutningi ólöglegra fíkniefna (2007). Skýrsla til Alþingis (pdf)

Mynd með færslu