Ábending frá Ríkisendurskoðun. Úthlutun styrkja úr Rannsóknasjóð

14.02.2011

Hlutverk Rannsóknasjóðs er að styrkja vísindarannsóknir hér á landi. Sjóðurinn starfar í samræmi við lög um opinberan stuðning við vísindarannsóknir nr. 3/2003. Þar kemur m.a. fram að úthlutanir skuli miðast við stefnumótandi áherslur Vísinda- og tækniráðs hverju sinni. Opinber framlög til Rannsóknasjóðs hafa hækkað úr 415 m.kr. árið 2004 í 815 m.kr. árið 2010. Á sama tíma hækkuðu styrkumsóknir úr 827 m.kr. í 1,5 ma.kr.Úthlutunarstefna sjóðsins breyttist á tímabilinu og gengur nú út á að styrkja verkefni að fullu. Meðalupphæð styrkja hefur því nánast tvöfaldast. Rannsóknasjóður hefur veitt rúmlega 4,1ma.kr. í styrki á tímabilinu 2004–2010.

Ábending frá Ríkisendurskoðun. Úthlutun styrkja úr Rannsóknasjóð (pdf)

Mynd með færslu