Framkvæmd fjárlaga janúar til september 2020 - heildarstærðir

04.02.2021

Í þessari skýrslu er gerð grein fyrir framkvæmd fjárlaga á fyrstu níu mánuðum ársins 2020 og tekna- og gjaldahorfum til ársloka. Fjallað er um afkomu A-hluta ríkisins (ríkissjóðs) og sjóðstreymi, frávik í tekjum og gjöldum frá áætlunum og breytingar miðað við fyrri ár.

Framkvæmd fjárlaga janúar til september 2020 - heildarstærðir (pdf)

Mynd með færslu

Útdráttur skýrslu

Afkoma ríkissjóðs
fkoma ríkissjóðs ber mjög mikil merki tekjusamdráttar og ráðstafana á gjaldahlið sem gripið var til vegna Covid-19 faraldursins. Á fyrstu níu mánuðum ársins var afkoma A-hluta ríkisins neikvæð um 167,4 ma.kr. eða sem nemur 28,8% af tekjum. Til samanburðar var afkoma ríkissjóðs jákvæð um 8,3 ma.kr. á sama tímabili í fyrra. Fjármála- og efnahagsráðuneytið gerir ráð fyrir að halli á rekstri ríkissjóðs á árinu öllu verði rúmir 270 ma.kr. en hann var í áætlaður 9,8 ma.kr. í fjárlögum ársins. Annars vegar er reiknað með að tekjur verði um 116 ma.kr. lægri en skv. fjárlögum og að útgjöldin verði 144 ma.kr. hærri.

Sjóðstreymi ríkissjóðs
erri afkoma ríkissjóðs kemur fram í neikvæðu handbæru fé frá rekstri. Hreinn lánsfjárþörf á fyrstu níu mánuðum ársins var 142,4 ma.kr. Lánsfjárþörfin er fjármögnuð með lántöku til lengri og skemmri tíma. Nettó langtímalántaka nam 125,5 ma.kr. á tímabilinu en var 29,5 ma.kr. á sama tíma í fyrra. Þá hækkuðu skammtímaskuldir um 100,6 ma.kr. á tímabilinu en þær lækkuðu um 2,2 ma.kr. í fyrra. Lántökur í heild námu samtals 226,1 ma.kr. og handbært fé jókst um 83,7 ma.kr. og var 325,3 ma.kr. í lok september.

Tekjur ríkissjóðs
Heildartekjur ríkissjóðs á fyrstu níu mánuðum ársins í fyrra voru 623,3 ma.kr. sem er lækkun um 41,2 ma.kr. eða sem nemur 6,6%. Nefna má að skatttekjur lækkuðu um 42,2 ma.kr., tekjur af tryggingagjöldum um 8,0 ma.kr. og rekstrartekjur um 2,3 ma.kr. Á móti kom að vaxtatekjur, verðbætur og tekjur af eignarhlutum jukust um 37,5 ma.kr. á tímabilinu.

Gjöld ríkissjóðs
Heildargjöld ríkissjóðs á fyrstu níu mánuðum ársins voru 615,0 ma.kr. og hækkuðu á milli ára um 134,5 ma.kr. eða 21,9%. Þar af hækkuðu framlög og tilfærslur um 72,1 ma.kr. og vaxtagjöld og verðbætur um 44,5 ma.kr. 270 milljarða halli á rekstri ríkissjóðs á árinu 2020 4 Framkvæmd fjárlaga Útkoma málefnasviða var mismunandi gagnvart fjárheimildum á tímabilinu eða allt frá því að vera tæplega 2,0 ma.kr. innan fjárheimilda í að fara 38,5 ma.kr. yfir fjárheimild („34 Fjármagnskostnaður, ábyrgðir og lífeyrisskuldbindingar“). Fjárheimildastaða í lok árs flyst yfir á næsta árs nema hún sé felld niður. Fjögur málefnasvið voru í heild með neikvæða stöðu vegna fluttra fjárheimilda. Ber þar hæst sjúkrahúsþjónustu með 2,9 ma.kr. neikvæða stöðu frá fyrra ári.

Lykiltölur

Tekjur A-hluta janúar til september 2017 til 2020
Gjöld A-hluta janúar til september 2017 til 2020
Tekjur, gjöld og afkoma A-hluta janúar til september 2017–2020