RES Orkuskóli. Rekstrarstaða – framtíðarsýn

29.10.2010

Um miðjan apríl 2010 óskaði mennta‐ og menningarmálaráðuneyti eftir því að Ríkisendurskoðun gerði sérstaka úttekt á RES Orkuskóla sem hefur verið starfræktur á Akureyri frá árinu 2007. Ríkisendurskoðun ákvað að verða við beiðninni, enda ráða stofnanir og fyrirtæki í eigu íslenska ríkisins nú rúmlega helmingshlut í einkahlutafélaginu Orkuvörðum sem á og rekur orkuskólann.  Þá nemur styrkur ríkisins og ríkisaðila um helmingi af rekstrarfé skólans frá upphafi. Um heimild Ríkisendurskoðunar til úttekta af þessu tagi og aðgang að gögnum skal vísað í lög um stofnunina nr. 86/1997, einkum 7. gr.

RES Orkuskóli. Rekstrarstaða – framtíðarsýn. Skýrsla til Alþingis (pdf)

Mynd með færslu