Ábending frá Ríkisendurskoðun. Kaup á tækniþjónustu vegna Norðurlandaráðsþings

26.10.2010

Í nóvember á þessu ári verður þing Norðurlandaráðs haldið í Reykjavík en Alþingi sér um framkvæmd þess. Í mars barst Ríkisendurskoðun bréf frá fyrirtækinu Exton ehf. þar sem gagnrýnt var að skrifstofa Alþingis hafi ekki boðið út tækniþjónustu við þingið. Ríkisendurskoðun óskaði í kjölfarið eftir upplýsingum frá skrifstofu Alþingis um hvernig staðið var að vali á aðila til að annast þessa þjónustu. 

Ábending frá Ríkisendurskoðun. Kaup á tækniþjónustu vegna Norðurlandaráðsþings (pdf)

Mynd með færslu