Sameining í ríkisrekstri – 3. Eitt félag um flugleiðsögu og flugvallarekstur

15.10.2010

Í þessari skýrslu er greint frá undirbúningi að sameiningu opinberu hlutafélaganna Flugstoða og Keflavíkurflugvallar í Isavia ohf. Niðurstöðurnar byggja einkum á svörum stjórnar Isavia og samgöngu‐ og sveitarstjórnarráðuneytis við spurningalista Ríkisendurskoðunar, sbr. 3. og 4. kafla. Upphaflega fór sá listi eingöngu til ráðuneytisins. Að fengnum þeim svörum fór Ríkisendurskoðun þess á leit við stjórn Isavia að hún svaraði líka spurningalistanum enda tók hún við rekstri og sameiningu Flugstoða og Keflavíkurflugvallar í lok janúar 2010.

Sameining í ríkisrekstri – 3. Eitt félag um flugleiðsögu og flugvallarekstur. Skýrsla til Alþingis (pdf)

Mynd með færslu