Framkvæmd þjónustusamnings við Menntaskólann Hraðbraut. Greinargerð unnin að beiðni mennta- og menningarmálaráðuneytis

01.10.2010

Með bréfi dags. 28. júní 2010 óskaði mennta‐ og menningarmálaráðuneytið eftir því að Ríkisendurskoðun fjallaði um framkvæmd þjónustusamnings ráðuneytisins við Hraðbraut ehf., sem rekur Menntaskólann Hraðbraut. Í bréfinu segir m.a. að samningurinn renni út 31. desember 2010 en ráðuneytið hafi ákveðið að framlengja hann til 31. júlí 2011 án skuldbindingar um frekari framlengingu eftir það. Þá segir að við athugun ráðuneytisins á ársreikningum Hraðbrautar ehf. fyrir rekstrarárin 2007, 2008 og 2009 hafi verið gerðar athugasemdir við misræmi í framlögum til skólans miðað við fjölda nemendaígilda, þ.e. að framlög til skólans hafi verið hærri en nemendafjöldi gaf tilefni til. Jafnframt hafi ráðuneytið gert athugasemdir við lánveitingar félagsins til tengdra félaga og arðgreiðslur til eigenda.

Framkvæmd þjónustusamnings við Menntaskólann Hraðbraut. Greinargerð unnin að beiðni mennta- og menningarmálaráðuneytis (pdf)

Mynd með færslu