Sameining í ríkisrekstri – 2. Myndun Þjóðskrár Íslands.

14.09.2010

Í þessari skýrslu Ríkisendurskoðunar er gerð grein fyrir því hvernig staðið hefur verið að undirbúningi og framkvæmd sameiningar Þjóðskrár og Fasteignaskrár Íslands í eina stofnun, Þjóðskrá Íslands, sbr. lög nr. 77/2010 sem tóku gildi 1. júlí 2010. Niðurstöðurnar byggja á svörum dómsmála‐ og mannréttindaráðuneytis við spurningalista sem Ríkisendurskoðun sendi ráðuneytinu 21. júní 2010. Svör bárust 20. júlí og eru þau birt sem 3. kafli skýrslunnar. Við mat og ályktanir studdist Ríkisendurskoðun einnig við ýmis önnur gögn vegna undir‐ búnings samrunans.

Sameining í ríkisrekstri – 2. Myndun Þjóðskrár Íslands. (pdf)

Mynd með færslu