Keilir ehf. Ríkisframlög og árangur.

31.08.2010

Um miðjan apríl 2010 óskaði mennta- og menningarmálaráðuneyti eftir því að Ríkisendurskoðun gerði sérstaka úttekt á Keili, miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs ehf. Einkum var óskað eftir því að horft yrði til þess hvernig félagið hefði varið ríkisframlögum sem það hefur fengið undanfarin þrjú ár til skólastarfs samkvæmt sérstökum samningum þar um. Ríkisendurskoðun ákvað að verða við beiðninni, þótt hún varði einkahlutafélag í atvinnurekstri, enda fellur hún undir lögbundin verkefni stofnunarinnar, m.a. þau sem kveðið er á um í 6. gr. laga um Ríkisendurskoðun nr. 86/1997, þ.e. að „annast endurskoðun reikninga vegna samninga um rekstrarverkefni sem ríkið kann að gera við sveitarfélög eða einkaaðila og fela í sér að þeir annist lögboðna þjónustu er ríkissjóði ber að greiða fyrir“. 

Keilir ehf. Ríkisframlög og árangur. (pdf)

Mynd með færslu