Þjónusta við fatlaða.

27.08.2010

Í starfsáætlun Ríkisendurskoðunar fyrir stjórnsýsluendurskoðun á tímabilinu 2007– 2009 voru velferðarmál tilgreind sem einn þeirra málaflokka sem sjónum skyldi beint að. Ákveðið var að gera úttekt á þjónustu við fatlaða m.a. vegna fjárhagslegs umfangs málaflokksins og athugasemda sem Ríkisendurskoðun setti fram við innra eftirlit hjá félagsmálaráðuneytinu árið 2008. Þar var m.a. fundið að faglegu eftirliti ráðuneytisins með stofnunum sem sinna málefnum fatlaðra. Enn fremur þótti áhugavert að kanna stöðu málaflokksins í ljósi áforma stjórnvalda um flutning hans frá ríki til sveitarfélaga.

Þjónusta við fatlaða. (pdf)

Mynd með færslu