Ábending frá Ríkisendurskoðun. Kaup Fasteigna ríkissjóðs á málningarvinnu

20.08.2010

Í árslok 2009 hóf Ríkisendurskoðun úttekt á kaupum ráðuneyta og stofnana á vörum og þjónustu. Þegar hafa verið birtar fjórar opinberar áfangaskýrslur um niðurstöður úttektarinnar. Í einni þeirra, Viðskipti ríkisstofnana við 800 birgja, var m.a. fjallað um innkaup Fasteigna ríkissjóðs (FR). Ekki voru gerðar athugasemdir við einstök viðskipti stofnunarinnar en hins vegar taldi Ríkisendurskoðun að val birgja væri of oft rökstutt með vísan til þess að á viðkomandi landssvæði væri aðeins einn aðili fær um að veita þá þjónustu sem þörf væri á.

Ábending frá Ríkisendurskoðun. Kaup Fasteigna ríkissjóðs á málningarvinnu (pdf)

Mynd með færslu