Eftirfylgni stjórnsýsluúttekta ársins 2006

02.03.2010

Hverri stjórnsýsluúttekt er fylgt eftir með athugun á því hvernig brugðist hefur verið við ábendingum hennar. Slík eftirfylgni fer fram þegar um það bil þrjú ár eru liðin frá útgáfu skýrslu og er liður í mati á árangri stjórnsýsluendurskoðunar. Árangur er metinn út frá því hvort telja megi óyggjandi að ábending hafi verið framkvæmd.

Árið 2009 var eftirtöldum þremur stjórnsýsluúttektum frá árinu 2006 fylgt eftir með framangreindum hætti:   

Ríkislögreglustjóri. Stjórnsýsluúttekt - Umhverfisstofnun. Stjórnsýsluúttekt - Verkmenntaskóli Austurlands. Stjórnsýsluúttekt

Eftirfylgni stjórnsýsluúttekta ársins 2006 (pdf)

Mynd með færslu