Opinber innkaup. Áfangaskýrsla 2. Verktakagreiðslur við Háskóla Íslands

15.02.2010

Síðla árs 2009 hóf Ríkisendurskoðun úttekt á kaupum ríkisins og stofnana þess á vörum og þjónustu. Úttektin er liður í samtímaeftirliti stofnunarinnar og miðar að því að efla aðhald með rekstri ráðuneyta, stofnana og fyrirtækja ríkisins. Í því skyni var m.a. tekið allstórt úrtak viðskipta úr bókhaldskerfi ríkisins, það greint eftir eðli og umfangi viðskiptanna og upplýsinga aflað um ýmsa þætti sem varða viðskiptin. Þessi vinna beindi fljótt athygli að allmörgum verktakagreiðslum Háskóla Íslands til nokkurra fastra akademískra starfsmanna skólans sem eru í fullu starfi sem launamenn við skólann eða til félaga sem þeir eiga eða sitja í stjórn. Af afritum reikninga úr bókhaldskerfinu þótti sýnt að greiðslurnar vörðuðu endurmenntunarnám Háskólans.

Opinber innkaup. Áfangaskýrsla 2. Verktakagreiðslur við Háskóla Íslands (pdf)

Mynd með færslu