Fjármálastjórn 50 ríkisstofnana.

25.06.2009

Í ársbyrjun 2009 ákvað Ríkisendurskoðun að gera átak í eftirliti með fjármálastjórn ráðuneyta og stofnana. Meðal annars var lagt mat á rekstraráætlanir 50 valinna stofnana og hvort líkur væru á að fjárlög ársins héldu. Einnig voru kannaðir vissir þættir innra eftirlits og hvort samdráttur fjárveitinga hefur haft áhrif á magn og gæði þjónustu. Þá var leitað eftir upplýsingum um með hvaða hætti stofnanir hafa undirbúið frekari lækkun fjárveitinga á árinu 2010.

Fjármálastjórn 50 ríkisstofnana. (pdf)

Mynd með færslu