Fjármálastjórn ráðuneyta og skil rekstraráætlana

12.06.2009

Í ársbyrjun 2009 ákvað Ríkisendurskoðun að gera átak í eftirliti með fjármálastjórn ráðuneyta og stofnana. Sjónum var einkum beint að skilum stofnana á rekstraráætlunum til ráðuneyta, skráningu þeirra í bókhalds- og fjárhagskerfi ríkisins (Orra) og eftirlit með framkvæmd þeirra.  Einnig voru kannaðir vissir þættir innra eftirlits, og hvort ráðuneytin hefðu reynt að meta áhrif samdráttar fjárveitinga á magn og gæði þjónustu.

Fjármálastjórn ráðuneyta og skil rekstraráætlana (pdf)

Mynd með færslu