Skýrsla um ársreikninga sjóða og stofnana, sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá, sbr. lög nr. 19/1988, fyrir árið 2007

05.05.2009

Um sjóði og stofnanir, sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá, gilda lög nr. 19/1988.  Megintilgangur laganna er annars vegar sá að tryggja betri yfirsýn um sjóði og stofnanir, sem hér um ræðir, og skapa um leið möguleika til að breyta skipulagsskrám þeirra, sameina þau eða jafnvel leggja niður.  Hins vegar geyma lögin heimild til handa dómsmálaráðherra til að grípa til sérstakra ráðstafana ef meðferð og hagsmunagæsla vörslumanna eða forsvarsmanna staðfestra sjóða og stofnana reynist óforsvaranleg.

Með reglugerð nr. 1125/2006 um framkvæmd laga um sjóði og stofnanir, sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá, fól dómsmálaráðherra sýslumanninum á Sauðárkróki að annast framkvæmd laganna.  Breytingar þassar eru liður í þeim áformum stjórnvalda að efla og styrkja sýslumannsembætti utan höfuðborgarsvæðisins.

Skýrsla um ársreikninga sjóða og stofnana, sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá, sbr. lög nr. 19/1988, fyrir árið 2007 (pdf)

Mynd með færslu