Endurskoðun ríkisreiknings 2007

13.11.2008

Fjársýslan gerir ríkisreikning og áritar hann ásamt fjármálaráðherra til að staðfesta að hann nái til allra ríkisaðila og sé gerður í samræmi við lög og venjur. Í reikningnum eru tekjur, gjöld, eignir og skuldir allra ríkisaðila í A-hluta dregnar saman í samstæðu. Viðskipti milli ríkisaðila innbyrðis eru að jafnaði ekki einangruð. Ríkisendurskoðandi endurskoðar ríkisreikning og ársreikninga ríkisaðila í samræmi við ákvæði laga um Ríkisendurskoðun (nr. 86/1997). Fjármálaráðherra leggur síðan endurskoðaðan ríkisreikning fyrir Alþingi innan tveggja vikna frá því að það kemur saman að hausti.

Endurskoðun ríkisreiknings 2007 (pdf)

Mynd með færslu