Vinnumálastofnun. Stjórnsýsluúttekt

09.05.2008

Með bréfi dagsettu 13. ágúst 2007 óskaði félags- og tryggingamálaráðherra eftir því að Ríkisendurskoðun gerði stjórnsýsluúttekt á Vinnumálastofnun. Ástæða þessa er að undanfarin misseri hafa Vinnumálastofnun verið falin mörg ný verkefni, auk þess sem umfang annarra verkefna hefur aukist nokkuð. Sérstaklega hafa umsvif stofnunarinnar á sviði atvinnuréttinda útlendinga aukist mikið vegna fjölgunar þeirra á innlendum vinnumarkaði. Til að vel megi takast við að sinna jafn fjölbreytilegum verkefnum, sem sum hver eru afar umfangsmikil, þurfa skipulag og stjórnun stofnunarinnar að vera skilvirk, auk þess sem hún þarf að vinna samkvæmt vel skilgreindum markmiðum.

Vinnumálastofnun. Stjórnsýsluúttekt (pdf)

Mynd með færslu